*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 27. maí 2013 13:10

Lítið gjaldeyrisinnflæði vegna sölu á skipum og flugvélum

Greining Íslandsbanka spáir því að vöruskipti við útlönd verði betri í byrjun árs en í fyrra.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Gera má ráð fyrir að afgangur af vöruskiptum verði meiri það sem af er ári í apríl en í fyrra, samkvæmt spá Greiningar Íslandsbanka. Hagstofan birtir tölur um vöruskipti við útlönd á föstudag.

Greining Íslandsbanka segir í Morgunkorni sínu í dag:

„Við fyrstu sýn virðist árið í ár fara nokkuð betur af stað hvað vöruskipti varðar en síðasta ár. [...] Þó ber að hafa í huga hér að innflutningur skipa og flugvéla var óvenju mikill í upphafi síðasta árs. Sé leiðrétt fyrir slíkum liðum nam afgangur af vöruskiptum á fyrstu fjórum mánuðum í fyrra 39,5 mö.kr. samanborið við 33,5 ma.kr. nú í ár. Ekki er því víst að vöruskipti við útlönd hafi skilað meira gjaldeyrisinnflæði það sem af er ári en á sama tíma í fyrra, þar sem viðskiptum með skip og flugvélar fylgir oft á tíðum lítið sem ekkert gjaldeyrisflæði vegna eðlis þeirra.