Gengi hlutabréfa Eimskips hækkaði um 0,95% í rétt rúmlega 90 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag.

Á sama tíma virðist lítið lát ætla að verða á gengishækkun hlutabréfa Icelandair Group. Það hækkaði um 0,84% í viðskiptum upp á tæpan hálfan milljarð króna á markaðnum í Kauphöllinni í dag og endaði gengið í 10,77 krónum á hlut.

Þetta var eina hækkunin á hlutabréfamarkaði í dag. Á sama tíma lækkaði gengi bréfa Marel um 0,94%, bréf Haga fóru niður um 0,58% og fasteignafélagsins Regins um 0,54%.

Heildarveltan á hlutabréfamarkaði nam rúmum 950 milljónum króna í dag og voru viðskiptin með bréf Icelandair Group því um helmingur allra viðskiptanna.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,26% og endaði hún í 1.195 stigum.