Krónur
Krónur
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Greiningardeild Arion banka segir að lítið svigrúm sé til styrkingar krónunnar og/eða verulegra kaupa Seðlabanka Íslands á gjaldeyri til styrkingar gjaldeyrisforða á næstu misserum gangi núverandi spá um viðskiptaafang eftir. Seðlabankinn gerir nú ráð fyrir að viðskiptaafgangur án innlánsstofnana í slitameðferð verðu um 0,8% á þesu ári og um 0,5% árin 2012 og 2013. Í febrúar var hinsvegar gert ráð fyrir ríflega 8% undirliggjandi viðskiptaafgangi á þessu ári sem átti að lækka lítillega næstu ár.

Gangi núverandi spá eftir minnkar geta þjóðarbúsins til að greiða niður erlendar skuldir af því er fram kemur í markaðspunktum greiningardeildar Arion banka.

Þá segir að hluta til liggi skýringin á þessum miklu breytingum á mati viðskiptaafgangs í ofmati á afgangi af vöru- og þjónustuviðskiptum og sömuleiðis versnandi horfum á þáttatekjum, þar sem eignir Íslendinga erlendis virðast m.a. vera minna virði en áður var talið.