Fjárfestar eru ekki sannfærðir um að þær áætlanir sem þjóðarleiðtogar Evrópusambandsríkjanna kynntu um helgina dugi til að slá á skuldavandannn þjóðanna. Evrópski seðlabankinn þurfi af þeim ástæðum að leggja hönd á plóg.

Á meðal þess sem rætt var um og kynnt var í gær var skuldaþak á evruþjóðir, strangt aðhald í ríkisrekstri og annað því tengt.

Helstu hlutabréfavísitölur hafa lækkað það sem af er dags á fjármálamörkuðum á meginlandi Evrópu ásamt því sem lántökukostnaður bæði Ítala og Spánverja hækkaði.

FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur lækkað um 0,34% en Dax-vísitalan í Þýskalandi farið niður um 1,47% og CAC 40-vísitalan í Frakklandi lækkað um 0,96%.