*

þriðjudagur, 28. september 2021
Innlent 23. mars 2021 16:45

Lítið um dýrðir á hlutabréfamarkaði

Festi og Hagar hækkuðu ein félaga á aðalmarkaði í dag. Mest velta með bréf í Marel.

Ritstjórn

Það var ekki mikið um dýrðir á aðalmarkaði kauphallar Nasdaq á Íslandi í dag, en aðeins tvö félög hækkuðu á markaði í viðskiptum dagsins. Heildarvelta dagsins nam 3,1 milljarði króna en OMXI10 vísitalan lækkaði um 0,44% og stendur fyrir vikið í 2.789,12 stigum.

Gengi hlutabréfa í Festi hækkaði um 1,99% í 485,9 milljóna króna viðskiptum og gengi bréfa í Högum hækkaði um 1,14% í 480 milljóna króna viðskiptum. Gengi TM, Origo, Símans, Arion banka og VÍS stóð í stað.

Hlutabréfaverð Brim lækkaði mest allra félaga í dag, um 2,28%, Eimskip lækkaði um 2,07% og Iceland Seafood um 1,65%.

Mest var velta með bréf í Marel og námu viðskiptin 808,7 milljónum króna og þá nam velta með bréf í Arion banka 583,6 milljónum króna.

Stikkorð: Kauphöll markaður