Gengi meirihluta félaga á aðalmarkaði Kauphallarinnar lækkuðu í dag, en úrvalsvísitalan lækkaði um 0,78% í viðskiptum dagsins. Vísitalan stendur fyrir vikið í 3.251,70 stigum.

Gengi hækkaði aðeins á hlutabréfum fjögura félaga í viðskiptum dagsins þar sem Festi hækkaði mest, um 1,83%, en velta með bréfin nam 652 milljónum króna. Þá hækkaði gengi bréfa Brim um 0,65%, bréf Arion um 0,55% og bréf Haga um 0,39%.

Hlutabréf Reita og Skeljungs lækkuðu mest í dag, bæði um 2,86%. Velta með bréf Reita nam 475 milljónum króna, en viðskipti með bréf Skeljungs námu einungis 6 milljónum.

Mesta veltan var með bréf Arion banka en viðskipti með bréfin námu 1,2 milljörðum króna. Viðskipti með bréf Kviku námu 495 milljónum króna.

Á First North markaði hækkaði gengi bréfa Solid Clouds um 3,66% í 578 þúsund króna viðskiptum og bréf Play lækkuðu um 1,67% í 10 milljón króna viðskiptum.