*

miðvikudagur, 22. janúar 2020
Innlent 8. desember 2013 08:10

Lítið um uppsagnir hjá Vodafone

Gengi hlutabréfa Vodafone féll um rúm 12% eftir tölvuárás á vefsíðu félagsins. Þrátt fyrir árásina er lítið um uppsagnir viðskiptavina.

Ritstjórn
Ómar Svavarsson, forstjóri Fjarskipta.
Haraldur Guðjónsson

Innan við 1% GSM viðskiptavina Vodafone hafa fært sig annað og enginn af 10 stærstu viðskiptavinum félagsins hefur sagt upp viðskiptum sínum í kjölfarið á tölvuárás sem var gerð á heimasíðu félagsins. Þetta kemur fram í svörum Vodafone við fyrirspurn Viðskiptablaðsins. Á fjórum fyrstu dögunum eftir tölvuárásina höfðu 297 einstaklingar ákveðið að flytja GSM-þjónustuna frá Vodafone.

Til samanburðar má geta þess að á sama fjögurra daga tímabili viku fyrr færðu 142 viðskiptavinir sig til annars fyrirtækis. Heildarfjöldi GSM-viðskiptavina er um 110 þúsund samkvæmt upplýsingum frá félaginu. Heildarfjöldi uppsagna á þessum fjórum dögum nemur því einungis um 0,27% af heildarviðskiptavinum í GSM-áskrift þó svo að um tvöföldun á uppsögnum sé að ræða.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér.

Stikkorð: Vodafone Fjarskipti