*

þriðjudagur, 7. júlí 2020
Innlent 5. júní 2020 19:55

Lítil áhrif á gengið

Sekt Samkeppniseftirlitsins hefur haft lítil áhrif á hlutabréfagengi Símans en þau standa nú í 6,08 krónum.

Ritstjórn
Orri Hauksson er forstjóri Símans.
Haraldur Guðjónsson

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins (SKE) um að sekta Símann um 500 milljónir króna vegna ólíkra viðskiptakjara við sölu á Enska boltanum á Símanum Sport hefur tiltölulega lítil áhrif haft á gengi hlutabréfa í félaginu.

Þegar Samkeppniseftirlitið birti ákvörðunina stóð hlutabréfagengi Símans í 6,21. Á næstu dögum lækkaði það um 6% en hefur nú aftur hækkað og er nú á genginu 6,08 eða 2% lægra en það var þegar ákvörðun SKE var birt. Forsvarsmenn Símans áfrýjuðu sama dag og SKE birti ákvörðun sína.

Hlutabréfaverð Símans hækkuðu um 0,83% síðast liðinn föstudag. Heildarviðskipti með bréf félagsins voru rúmar 390 milljónir. Bréfin hafa hækkað um tæp 14% það sem af er árs.

Stikkorð: Síminn SKE