Sala áfengis í maí jókst um 7,1% á milli ára og hefur þannig aukist um 1,5% í lítrum talið fyrstu fimm mánuði ársins í samanburði við árið í fyrra. Mest er aukningin í sölu á hvítvíni en samdráttur í sölu á blönduðum drykkjum nemur 12% á milli ára.

Þetta kemur fram á vef Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins.

Sem fyrr segir hefur mesta aukningin verið í sölu á hvítvíni eða 5,1% á milli ára á fyrstu fimm mánuðum ársins. Salan á hvítvíni jókst um tæp 13% á milli ára í maímánuði. Þá hefur salan á rauðvíni aukist um 3% á milli ára og sala á lagerbjór aukist um 1% á milli ára.

Hins vegar hefur sala á sterku áfengi dregist saman um 3,1% á milli ára og sala á blönduðum drykkjum sem fyrr segir um 12% á milli ára.