Lækkun varð á Bandaríkjamarkaði í dag. Útlitið er ekki gott hvað tekjur banka varðar og hlutabréf fjármálafyrirtækja hafa ekki verið lægri í fimm ár, samkvæmt frétt Bloomberg.

Orkufyrirtæki hækkuðu hins vegar í dag, samhliða hækkun olíuverðs, og náðu að bæta upp fyrir hluta lækkunar annarra fyrirtækja.

Nasdaq vísitalan lækkaði í dag um 0,9%, á meðan Dow Jones og Standard & Poor´s stóðu í stað.

Olíuverð hækkaði sem fyrr segir í dag, um 1,1%, og kostar tunnan nú 136,8 Bandaríkjadali.