Atvinnulausum hefur fækkað tiltölulega jafnt, um 1.500 manns síðastliðna tólf mánuði, samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar. Hins vegar er lítil sem engin breyting á fjölda starfandi fólks frá í febrúar í fyrra. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að 173.300 voru að jafnaði á vinnumarkaði í síðasta mánuði. Þar af voru 160.700 starfandi og 12.600 án atvinnu og í atvinnuleit. Það jafngildir því að atvinnuleysi hafi verið 7,3% í mánuðinum.

Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar mældist atvinnuþátttaka 77,4% og var hlutfall starfandi 71,8%.

Þá var meðalfjöldi vinnustunda 40 klst. hjá þeim sem voru við vinnu í viðmiðunarvikunni samanborið við 40,5 klst. í febrúar í fyrra.

Vinnumarkaður í febrúar 2010