Lítil breyting varð á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag. Í morgun voru birtar tölur sem sýna að væntingavísitala vestanhafs hefur ekki mælst hærri í rúmt ár, en það virðist engu að síður lítil áhrif haft á fjárfesta.

Nasdaq vísitalan hækkaði um 0,2% í dag, en Dow Jones og S&P 500 vísitölurnar lækkuðu um 0,1%.

Í Evrópu lækkuðu þó flestar hlutabréfavísitölur í dag. Að sögn Reuters fréttastofunnar má rekja lækkunina til frétta um lágar olíubirgðir í Evrópu auk þess sem talið er að von sé á hækkunum á orkuverði á næstu misserum.

FTSEurofirst 300 vísitalan lækkaði um 0,5% í dag. Í Lundúnum lækkaði FTSE 100 vísitalan um 0,6%, í Amsterdam lækkaði AEX vísitalan um 0,8% og í Frankfurt stóð DAX vísitalan í stað.

Í París lækkaði CAC 40 vísitalan um 0,9% og í Zurich lækkaði SMI vísitalan um 0,2%.

Í Kaupmannahöfn lækkaði OMXC vísitalan um 1,3%, í Stokkhólmi lækkaði OMXS vísitalan um 0,6% og í Osló lækkaði OBX vísitalan um 1,3%.