Lítil fjárfesting er meðal helstu vandamála sem fyrirtæki standa frammi fyrir samkvæmt könnun sem Samtök atvinnulífins létu gera meðal félagsmanna samtakanna. Stjórnendur fyrirtækja segja litla eftirspurn vera eftir vörum og þjónustu á fyrirtækjamarkaði. Svipað stór hópur segir of háa skatta vera vandamálið. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Könnun SA fór fram dagana 9. til 16. október og svör bárust frá 516 fyrirtækjum. Fleiri atriði voru nefnd eins og of hár fjármagnskostnaður, erfið viðskipti við fjármálafyrirtæki, gjaldeyrishöft og sumir nefndu ríkisstjórnina sem vandamál.

„Það er því ljóst að mörg ljón eru í veginum og verkefnin fjölmörg sem þarf að leysa með samstarfi stjórnvalda og atvinnulífs til að hægt sé að sækja hér fram á næstu árum, bæta lífskjör og minnka atvinnuleysi,“ segir í samantekt Samtaka atvinnulífsins. Einnig kom fram í könnuninni að 82% stjórnenda telja að svört vinna sé vaxandi vandamál en 18% telja svo ekki vera.