Stjórnir lífeyrissjóðanna hafa tekið litlum breytingum frá árinu 2008 þrátt fyrir háværa kröfu um endurnýjun í stjórnum fjármálastofnana. Einungis tveir af þeim lífeyrissjóðum sem fara með 96% allra lífeyriseigna landsmanna hafa endurnýjað stjórnir sínar um meira en helming.

Mesta endurnýjunin hefur verið í stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins þar sem fjórir stjórnarmenn af fimm hafa komið nýir inn frá hruni. Í Lífeyrissjóði verzlunarmanna eru sex af átta nýir í stjórninni. Í öðrum lífeyrissjóðum heldur sami meirihluti velli.

___________________

Ítarleg úttekt á stjórnum lífeyrissjóðanna frá október 2008 er að finna í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Hér er hægt að nálgast vefútgáfu blaðsins.