*

föstudagur, 19. júlí 2019
Erlent 15. maí 2017 13:45

Lítil hætta á smiti

Lítil hætta er talin á að bakteríur, sem ónæmar eru fyrir sýklalyfjum, berist í fólk með neyslu búfjárafurða.

Ritstjórn

Lítil hætta er talin á að bakteríur, sem ónæmar eru fyrir sýklalyfjum, berist í fólk með neyslu búfjárafurða, þar sem þær eru yfirleitt soðnar eða steiktar fyrir neyslu. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi atvinnurekenda, en starfshópur á vegum heilbrigðisráðherra hefur unnið að skýrslu þar sem aðgerðir eru rannsakaðar og til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería á Íslandi.

Hópurinn gerir engar tillögur um takmarkanir á innflutningi búvara til að stemma stigu við sýklalyfjaónæmi. Starfshópurinn skilaði skýrslu sinni í dag og voru niðurstöðurnar kynntar á ráðstefnu Matvælastofnunar.

Í skýrslu hópsins er bent á að sýklalyfjaónæmar bakteríur geti auðveldlega dreifst með ferðamönnum sem komi frá svæðum þar sem hlutfall ónæmis er hátt.

Skýrsluhöfundar nefna að á Íslandi hafi verið gerð sú krafa að ferskt innflutt kjöt þurfi að hafa verið fryst í a.m.k. fjórar vikur.

Stikkorð: Kjöt Bakteríur Smit