Hlutabréfamarkaðir í Evrópu dönsuðu við núllið í allan dag en í lok dags hafði FTSEurofirstt 300 vísitalan lækkað um 0,1%.

Reuters fréttastofan greinir frá því að hækkandi olíuverð hafi ýtt upp verðinu á olíufyrirtækjum. Þannig hækkuðu Shell, BP, Total og StatoilHydro á bilinu 1 – 1,5% í dag svo dæmi séu tekin.

Í Lundúnum hækkaði stóð FTSE 100 vísitalan í stað. Að sama skapi stóðu CAC 40 og SMI vísitölurnar í París og Sviss einnig í stað við lok markaða.

Í Amsterdam hækkaði AEX vísitalan um 0,2% en í Frankfurt lækkaði DAX vísitalan um 0,2%.

Í Kaupmannahöfn lækkaði OMXC vísitalan um 0,4% en í Osló hækkaði OBX vísitalan um 2,1% og í Stokkhólmi hækkaði OMXS vísitalan um 0,2%.