Hlutabréf lækkuðu í Evrópu í dag eftir að hafa hækkað þrjá daga í röð.

FTSEurofirst 300 vísitalan lækkaði um 0,25% og voru ekki mikil viðskipti á hlutabréfamörkuðum í dag að sögn Reuters fréttastofunnar en lokað var í Lundúnum vegna frídags þar í landi.

Þrátt fyrir að apríl mánuður sé sá besti í FTSEurofirst 300 vísitölunni frá því í október 2003 hefur hún engu að síður lækkað um 10% það sem af er ári.

Í Amsterdam stóð AEX vísitalan í stað eftir daginn en í Frankfurt hækkaði DAX vísitalan um 0,1%. Þá lækkaði CAC 40 vísitalan í París um 0,1%.

Í Kaupmannahöfn hækkaði OMXC vísitalan um 0,6% en í Osló lækkaði OBX vísitalan um 0,2%.