Nasdaq vísitalan lækkaði í dag um 0,11% og stendur vísitalan nú í 2706,16 stigum. Dow Jones hækkaði aftur á móti um 0,04% og Standard & Poor's lækkaði um 0,18%.

Það sem hafði hvað mest áhrif á markaðinn var tilkynning frá Merrill Lynch sem spáði því að að í framhaldi þess að neysla væri undir væntingum myndu kreditkorta fyrirtæki hagnast og velta minna en áður. Vði þetta lækkuðu bréf í American Express og Capital One snögglega. Einnig lækkuðu önnur fjármálafyrirtæki og viðskiptabankar.

Einnig komu fram efasemdaraddir um minnkandi stýrivexti en margir hafa talið að bandaríski seðlabankinn myndi lækka stýrivexti um 0,5% í næstu viku. Menn greinir á um hvort vextir munu á annað borð lækka og hvort lækkunin verður þá 0,25% eða 0,5%.

Snemma í morgun tilkynntu yfirvöld að um 94 þúsund ný störf hefðu skapast í nóvember og atvinnuleysi hefur ekki aukist.

Fyrir utan fyrrnefnd atriði er dagurinn í Bandaríkjunum nokkuð tíðindalaus. WSJ segir daginn hafa verið óspennandi og svo virðist sem flestir bíði eftir því að sjá hvað bankastjórn bandaríska seðlabankans ákveður í næstu viku.

Olíuverð lækkaði þó um rúmlega 2 dali í dag og í lok dags kostaði olíutunnan 88,14 bandaríkjadali.