Lítil hreyfing var á hlutabréfum í Asíu í dag og stóð MSCI Kyrrahafs vísitalan svo að segja í stað við lokun markaða.

Á þessu var þó undantekning í Ástralíu þar sem S&P 200 vísitalan lækkaði um 1,5%.

Hlutabréf lækkuðu í flestum starfsgeirum. Þó stóðu hlutabréf flugfélaga í stað en bankar og fjármálafyrirtæki hækkuðu örlítið en nóg til að halda vísitölum á floti.

Í japan hækkaði Nikkei vísitalan um 0,1%, í Hong Kong hækkaði Hang Seng vísitalan um 0,9% og í Kína hækkaði CSI 300 vísitalan um 0,5%.

Í Singapúr lækkaði Straits vísitalan um 0,6% og sem fyrr segir lækkaði S&P 200 vísitalan í Ástralíu um 1,5%.