Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum hreyfðust lítið frá opnunargildi sínu í viðskiptum dagins. Þó var nokkur atgangur á mörkuðum, en í upphafi dags tóku hlutabréf á rás upp á við eftir þjónustugeirinn sýndi ágætan vöxt samkvæmt nýjum tölum.

Í lok dags tilkynnti þó Moody's að skuldatryggjendurnir Ambac og MBIA myndu mögulega hljóta lækkaða lánshæfiseinkunn í náinni framtíð. Þau tíðindi þurkkuðu nánast út hækkanir morgunsins.

S&P 500-vísitalan hreyfðist lítið líkt og Dow Jones. Nasdaq hækkaði um 1%.

Olíuverð lækkaði lítillega og dollarinn styrktist gagnvart helstu myntum. Gullverð lækkaði janframt.