Lítil hreyfing varð á skuldabréfavísitölu GAMMA í dag, enda veltan með minna móti. Vísitalan hækkaði um 0,04% og þar af hækkaði verðtryggði hluti hennar um 0,05% og sá óverðtryggði um 0,01%. Velta á skuldabréfamarkaði nam 4,7 milljörðum og var velta með óverðtryggð bréf þar af um 3,9 milljarðar.

Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 0,24% í dag og endaði í 975,51 stigi. Bréf Marel hækkuðu um 1,17% og Haga um 0,25%. Hins vegar lækkaði gengi bréfa Össurar um 2,37% og Regins um 0,49%. Velta á hlutabréfamarkaði nam 131,9 milljónum króna.