Gengisvísitalan var 154,75 stig við lok gjaldeyrismarkaða samkvæmt vef Landsbankans og hefur krónan því styrkst um 0,5% frá opinberri skráningu krónunnar í gær. Opinbert gengi Seðlabankans var í morgun 155,2 stig en var í gær 155,5 stig.

Á myndinni hér til hliðar má sjá þróun íslensku krónunnar frá áramótum samkvæmt gengisvísitölu Seðlabankans.

Í lok dags stóð Evran í 120,5 krónum, Bandaríkjadalur í 77,1 krónum og Sterlingspund í 152,58 krónum.

Þá stóð svissneskur franki í 76,3 krónum og japanskt jen í 0,76 krónum.