Hinn sívinsæli japanski tölvuleikjaframleiðandi Nintendo tapaði 533 milljónum bandaríkjadala á síðasta ári. Þetta er í fyrsta skipti sem fyrirtækið skilar tapi í ársreikningi. Árið 2011 voru til samanburðar tekjurnar 960 milljónir. Fyrirtækið segir laka sölu á tölvuleiknum Wii vera ástæðu taprekstursins. Þetta kemur fram á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC.

Gengii japanska jensins var á síðasta ári hátt sem hefur að gert útflutning leikjafyrirtækisins kostnaðarsamari. Fyrirtækið spáir því þó að aftur verði skilað hagnaði á yfirstandandi rekstrarári og gera þar ráð fyrir lækkandi gengi jensins.

© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)