Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í september var u.þ.b. 460 og er velta á markaði því enn með rólegra móti, segir greiningardeild Kaupþings banka.

?Venjan er að fasteignamarkaðurinn ranki við sér í september eftir sumardvala og eykst þá veltan að jafnaði um 200 kaupsamninga milli mánaða en nú fjölgaði þeim um 50. Eins og sést á mynd hér til hliðar hefur velta í septembermánuði ekki verið minni sl. 5 ár. Veltan var t.a.m. töluvert meiri árið 2001 sem þó einkenndist af minnkandi veltu og íbúðaverðslækkunum í einstökum mánuðum," segir greiningardeildin.

Fjármagnskostnaður hefur hækkað

Hún segir að lítil velta á markaði endurspeglar dræma eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði sem ætti ekki að koma á óvart þar sem fjármagnskostnaður við íbúðakaup hefur hækkað töluvert og efnahagshorfur versnað að undanförnu.

?Dræm eftirspurn á sama tíma og íbúðaframboð er mikið og vaxandi hlýtur að benda til þess að íbúðaverð sé undir pressu til lækkunar um þessar mundir. Nánar verður fjallað um horfur á íbúðamarkaði í nýrri spá Greiningardeildar um íbúðaverð sem gefin verður út á morgun," segir greiningardeildin.