Sérfræðingar á markaði eru ekki sammála um hveð gæti skýrt veikingu krónunnar nú, nema þá helst að mönnum hafi þótt styrking síðustu vikna ansi hröð og mikil á ekki lengri tíma og haft efasemdir um að þróunin héldi áfram eins og einn sérfræðingur benti á.

Rétt eins og styrkingin hefur átt sér stað í tiltölulega lítilli veltu á gjaldeyrismarkaði þar ekki ýkja mikil gjaldeyriskaup til að veikja krónuna eitthvað að nýju. ,,Í raun þarf ekki annað en að útflytjendur ákveði að doka við og geyma gjaldeyrinn á innlendum gjaldeyrisreikningum, og á móti að gjaldeyriskaup innflytjenda séu með líflegra móti, til þess að fá fram slíka veikingu til skamms tíma," sagði einn sérfræðingur.

Almennt voru menn ekki á því að úr þessu megi lesa viðbrögð við nýrri ríkisstjórn.