Lítil velta var á hlutabréfamarkaði í vikunni. "Þessa kólnun má að mestu rekja til varkárni fjárfesta," segir greiningardeild Landsbankans, "eftir mikla lækkun úrvalsvísitölunnar frá áramótum og í ljósi þess að flest fyrirtæki eiga eftir að birta uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung á næstu vikum. Þannig ýtir óvissa um afkomu einstakra fyrirtækja og um efnahagsþróunina almennt undir lítinn áhuga á hlutabréfum."

Greiningardeildin býst við að eitthvað líf færist í markaðinn í uppgjörshrinunni sem byrjaði í dag með uppgjöri Nýherja og stendur næsta mánuð.