Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,10% í fremur dræmum viðskiptum í dag og endaði í 1.451,77 stigum. Gengi bréfa HB Granda hækkaði um 2,37% og Haga um 0,69%, en gengi annarra félaga annað hvort stóð í stað eða lækkaði.

Mest var lækkunin á gengi bréfa Össurar, eða um 5,15%, og Nýherja um 3,22%, en afar lítil viðskipti voru með bréf félaganna tveggja. Velta á hlutabréfamarkaði nam 376,2 milljónum króna og var veltan mest í viðskiptum með bréf HB Granda, eða fyrri um 130,1 milljón króna.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,1% í dag í 4 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði lítillega í 0,7 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,2% í 3,3 milljarða króna viðskiptum. Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hækkaði lítillega í dag í 41 milljóna króna viðskiptum. Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,1% líkt og Úrvalsvísitalan.