Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,08% í dag en viðskipti á hlutabréfamarkaði námu aðeins rúmlega 476 milljónum króna. Aðalvísitala skuldabréfa lækkaði um 0,24% og stendur því í 1.361,72 stigum, en viðskipti með skuldabréf námu tæplega 8,3 milljörðum króna.

Óvenju lítil viðskipti voru með mörg félög á hlutabréfamarkaði í dag en mest voru viðskipti með bréf Eimskipa eða um 99 milljónir króna en Eimskipafélagið hækkaði um 0,80% og standa bréf þess í 252,50 krónum. Næst mest viðskipti voru með bréf Haga sem eða um 79 milljón króna en félagið hækkaði um 0,70% og standa bréf þess nú í 36,00 krónum. Þriðju mestu viðskiptin voru með bréf Regins en félagið lækkaði um 0,39% í 75 milljón króna viðskiptum en þau standa nú í 25,55 krónum.