Gengi hlutabréfa í Icelandair lækkaði um 1,98% í Kauphöllinni í dag. Ekki mikil velta var með hlutabréfin en viðskiptin námu 92 milljónum. Á sama tíma lækkaði gengi bréfa í Marel um 1,38% í 157 milljón króna viðskiptum. Bréf VÍS og Eimskip lækkuðu um 0,44%.

Þá hækkaði gengi hlutabréfa Össurar um 0,54% og N1 um 0,30%. Mjög lítil viðskipti voru að baki gengisþróuninni.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,11% í dag og endaði hún í 1.151 stigi. Heildarvelta með hlutabréf var 591,8 milljónir króna.