Það vekur athygli greiningardeild Landsbankans að nánast engin viðskipti voru með verðtryggð skuldabréf í dag. Veltan á skuldabréfamarkaði nam rúm sex milljörðum króna og þar af um 45 milljónir króna með verðtryggð bréf.

?Veltan er því öll með óverðtryggðu bréfin, mest með RIKB10 og lækkaði krafa flokksins um 25 punkta. Þetta er breyting frá því sem verið hefur að undanförnu, því að lítil viðskipti hafa verið með óverðtryggð bréf en nokkuð lífleg viðskipti með verðtryggðu bréfin,? segir greiningardeildin.