Þjóðverjum virðist ganga illa að selja fimm ára ríkisskuldabréf, ef marka má upplýsingar frá fréttaveitu Bloomberg. Áætlað var að selja bréf fyrir 5 milljarða evra, en einungis bárust tilboð upp á 3,486 milljarða evra. Bréfin bera neikvæða 0,51% meðalvexti.