Ljótu hálfvitarnir, sem er eignarhaldsfélag sem heldur utan um rekstur samnefndrar hljómsveitar, högnuðust um tæpar 155 þúsund krónur á síðasta ári, samanborið við rúmar 86 þúsund krónur árið áður.

Samkvæmt ársreikningi félagsins námu tekjur þess um 4,6 milljónum króna og þar af 3,7 milljónir króna vegna tónleikahalds. Rekstrargjöld námu 4,4 milljónum króna en þar af nam kostnaður vegna vörunotkunar og aðkeyptrar þjónustu tæpum 2,5 milljónum króna.

Eigið fé félagsins var í árslok 2012 rúmar 1,2 milljónir króna en félagið var nær því skuldlaust.

Félagið er í eigu níu hljómsveitarmeðlima Ljótu hálfvitanna en samkvæmt ársreikningi greiddi félagið engin laun á árinu.