Hagvöxtur í ríkjum Evrópusambandsins á þessu ári verður jafnvel enn minni en áður hefur verið spáð. Fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkjanna telja að hagvöxtur verði aðeins 1,3% á árinu. Mikil hækkun á olíuverði frá áramótum er kennt um erfiðleikana.