*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 14. febrúar 2006 18:30

Lítill hagvöxtur innan Evrusvæðisins árið 2005

Ritstjórn

Á fjórða ársfjórðungi 2005 uxu hagkerfi Evrusvæðisins að meðaltali aðeins um 0,3% samanborið við 0,6% á þriðja ársfjórðungi, segir greiningardeild Kaupþings banka.

Þrátt fyrir vonbrigði með fjórða ársfjórðung virðist sem markaðsaðilar séu almennt bjartsýnir á framhaldið og geri ráð fyrir að fyrsti ársfjórðungur 2006 verði góður. Búist er við því að Seðlabankinn hækki vexti í næsta mánuði um 25 punkta en verðbólga á Evrusvæðinu mælist nú yfir verðbólgumarkmiði bankans.

Rekja má lítinn vöxt á síðustu þremur mánuðum ársins til hækkandi olíuverðs og niðursveiflu í bandaríska hagkerfinu sem leiddi til þess að verulega dró úr eftirspurn, segir greiningardeildin.

Á árinu 2005 var hagvöxtur á Evrusvæðinu aðeins 1,3% samanborið við 1,7% í Bretlandi og 3,5% í Bandaríkjunum.