*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Innlent 18. mars 2018 14:05

Lítill munur á forstjórum í samkeppni

40 þúsund krónum munar á mánaðarlaunum forstjóra TM og Sjóvá.

Ingvar Haraldsson
Forstjórar félaganna í Kauphöll Íslands. Hagar hafa ekki birt uppgjör fyrir síðasta rekstrarár.
Haraldur Guðjónsson

Forstjórar kauphallarfélaga í sömu grein eru almennt nokkuð nálægt hver öðrum í launum. Félögin hafa flest sett sér starfskjarastefnu þar sem fram kemur að laun forstjóra skuli vera samkeppnishæf við sambærileg félög.

Þannig munaði rúmlega 40 þúsund krónum á mánaðarlegum launagreiðslum til Hermanns Björnssonar, forstjóra Sjóvár, og Sigurðar Viðarssonar,  forstjóra TM, sem bæði námu rúmlega 4,7 milljónum króna á mánuði að meðtöldum lífeyrisgreiðslum og launatengdum gjöldum. Launagreiðslur til Stefáns Sigurðssonar, forstjóra  Vodafone  á Íslandi, námu tæpum 4,7 milljónum króna á mánuði og voru 242 þúsund krónum hærri á mánuði en laun Orra Haukssonar, forstjóra Símans.

Alls námu launagreiðslur til forstjóra fasteignafélaganna 3,1 til 3,7 milljónum króna á mánuði í fyrra og fengu þeir lægstu launin Kauphöllinni, og voru þeir einu forstjórarnir sem fengu undir 4 milljónir í mánaðarlaun að meðtöldum launatengdum gjöldum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is