Flestir nefna Ólaf­ Ragn­ar Gríms­son sem óska­for­seta sinn í könn­un Frjálsr­ar versl­un­ar . Litlu munar þó á hon­um og Guðna Th. Jó­hann­es­syni. Í könn­un­inni var þátttakendum gefinn kostur á að nefna hvaða Íslend­ing sem er og nefndu 32% Ólaf Ragn­ar en 27% Guðna.

Könn­un­in var gerð dag­ana 26. apríl til 1. maí og tók til 445 manns. Af þeim tóku 74% af­stöðu til spurn­ing­ar­inn­ar. Meðal ann­ars var spurt hvern þátt­tak­end­ur vildu sem for­seta ef þeir mættu nefna hvaða Íslend­ing sem er. Mun­ur­inn á Ólafi Ragn­ari og Guðna í könn­un­inni er sagður mark­tæk­ur.

Á eft­ir tví­menn­ing­un­um kom Katrín Jak­obs­dótt­ir, sem hef­ur lýst því yfir að hún ætli ekki í for­setafram­boð, með 8% til­nefn­inga og Andri Snær Magna­son, rit­höf­und­ur og for­setafram­bjóðandi, með 6%.