Ekki mælist marktækur munur á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna samkvæmt nýrri könnun á vegum Zenter rannsókna sem framkvæmd var dagana 23. til 27. október. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 22,5% fylgi en strax á eftir koma Vinstri græn með 19,6% og er ekki marktækur munur á milli flokkana miðað við 95% öryggismörk.

Samfylkingin fylgir eftir með 14,7% fylgi og Miðflokkurinn með 10,2% fylgi. Framsóknarflokkurinn og Píratar mælast svo báðir með 9,6% fylgi. Viðreisn mælist síðan með 7,1% fylgi, Flokkur fólksins með 4,3%, Björt framtíð með 1,9%, Alþýðuflokkurinn með 0,4% og loks Dögun með 0,3%.

Alls voru 1242 sem svöruðu könnuninni og voru 962 sem tóku afstöðu.