Magnús Pálmi Skúlason
Magnús Pálmi Skúlason
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Ráðgjafafyrirtækið Advance skilaði 9 þúsund króna hagnaði á síðasta ári sem er nokkuð lakari rekstrarniðurstaða en árið 2011 þegar 12 milljóna króna hagnaður var af rekstrinum. Advance er í eigu þeirra Magnúsar Pálma Skúlasonar og Óskars Jósefssonar en á meðal starfsmanna er Finnur Sveinbjörnsson, fyrrverandi bankastjóri Arion banka.

Eigið fé félagsins nemur rúmum 42 milljónum króna, eignir um 105 milljónum og skuldir um 63 milljónum. Fasteignir eru stærsti hluti af eignum félagsins en Advance keypti fasteignina Bröttukinn 14 á árinu 2012 fyrir 31 milljón og á nú fasteignir fyrir 89 milljónir miðað við bókfært mat.