Hagnaður af rekstri Pricewaterhouse Coopers ehf. nam einungis um 880 þúsund krónum á rekstrarárinu sem lauk 30. júní 2013. Þetta er nokkuð lakari niðurstaða en árið áður þegar hagnaður félagsins nam 9,2 milljónum króna. Þess má geta að PwC greiddi samtals um 245 þúsund krónur í tekjuskatt vegna rekstrarársins.

Tekjur PwC drógust saman um 207 milljónir milli ára eða um rúm 14%. Námu tekjurnar nú um 1.242 milljónum króna en um 1.449 milljónum árið áður. Eigið fé félagsins nemur samtals um 47 milljónum króna og eignir félagsins 568 milljónum. Heildarlaunagreiðslur ásamt aðkeyptri þjónustu til endursölu á rekstrarárinu námu samtals 763 milljónum króna.