Þýska hagkerfið óx nær ekkert á fyrsta fjórðungi þessa árs m.a. vegna samdráttar í útflutningi og fjárfestingu. Í frétt BBC segir að á móti hafi aukin einkaneysla, m.a. vegna hærri launa, unnið á móti þessari þróun og er vonast til að hún geti ýtt undir áframhaldandi hagvöxt.

Útflutningur dróst saman um 1,8% frá fjórðungnum á undan, innflutningur um 2,1% en einkaneysla jókst um 0,8%.

Verg landsframleiðsla í Þýskalandi jókst um 0,1% frá fjórðungnum á undan, en hún er engu að síður 1,4% minni en hún var fyrir ári síðan. Á fjórða ársfjórðungi 2012 dróst landsframleiðsla í Þýskalandi saman um ein 0,7%. Í frétt BBC er haft eftir Christian Schulz, hagfræðingi hjá Berenberg bankanum, að Þýskaland verði að reiða sig meira en áður á heimamarkaðinn, en þýska hagkerfið hefur lengið verið mjög háð útflutningi.