Stór hluti nýskráninganna einkahlutafélaga á síðasta ári, eða 73% er á höfuðborgarsvæði en það svæði sem kemur þar á eftir er Norðurland eystra með 6% nýskráninga. Fæstar nýskráningar hluta- og einkahlutafélaga áttu sér stað á Vestfjörðum eða 2%. Vöxtur nýskráninga er hins vegar nær eingöngu bundinn við höfuðborgarsvæðið en þar fjölgaði nýskráningum um 11% milli ára. Vöxtur nýskráningar nam 8,5% á Norðurlandi vestra og rúmum 5% á Austur- og Suðurlandi.

Nýskráningar drógust hins vegar saman á Suðurnesjum, Vesturlandi og Norðurlandi eystra en mestur var samdrátturinn þó á Vestfjörðum eða 32%.