Reiknistofa bankanna, sem þróar og rekur öll megin greiðslukerfi landsins auk annarra fjármálalausna, hagnaðist um 203 milljónir króna á síðasta ári, en árið áður nam hagnaðurinn 200 milljónum. Rekstrartekjur námu 6 milljörðum og voru rekstrargjöld 5 milljarðar. EBITDA var 1,1 milljarður en var 849 milljónir árið áður.

Eignir námu 4,7 milljörðum króna í lok síðasta árs. Þar af var eigið fé 2,1 milljarður. Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion banki eiga alls rúmlega 88% hlut í RB. Ragnhildur Geirsdóttir er forstjóri RB.