*

föstudagur, 30. október 2020
Innlent 5. júlí 2020 15:04

Lítilleg aukning hagnaðar hjá RB

Reiknistofa bankanna hagnaðist um 203 milljónir króna á síðasta ári, en árið áður nam hagnaðurinn 200 milljónum.

Ritstjórn
Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Reiknistofu bankanna.
Haraldur Guðjónsson

Reiknistofa bankanna, sem þróar og rekur öll megin greiðslukerfi landsins auk annarra fjármálalausna, hagnaðist um 203 milljónir króna á síðasta ári, en árið áður nam hagnaðurinn 200 milljónum. Rekstrartekjur námu 6 milljörðum og voru rekstrargjöld 5 milljarðar. EBITDA var 1,1 milljarður en var 849 milljónir árið áður.

Eignir námu 4,7 milljörðum króna í lok síðasta árs. Þar af var eigið fé 2,1 milljarður. Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion banki eiga alls rúmlega 88% hlut í RB. Ragnhildur Geirsdóttir er forstjóri RB.