Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum hækkuðu lítillega í dag en heldur dró úr hækkuninni þegar líða fór á daginn.

Við lok markaða fyrir stundu höfðu allar helstu hlutabréfavísitölur vestanhafs, Nasdaq, Dow Jones og S&P 500, allar hækkað um 0,2 – 0.3%.

Nýjar tölur um atvinnustig í Bandaríkjunum voru birtar í morgun og vöktu upp jákvæð viðbrögð meðal fjárfesta. Þannig urðu til 120 þúsund ný störf í nóvember, sem þó er lítillega undir smám greiningaraðila vestanhafs. Hins vegar lækkaði atvinnuleysi í nóvember, úr 9% í 8,6%, sem er meiri lækkun en búist var við. Tímabundnar ráðningar fyrir jólavertíðina útskýra að hluta þetta minnkandi atvinnuleysti, sem aftur á móti bendir til þess að einkaneysla kunni að fara fram úr björtustu spám skv. frétt og ummælum viðmælenda Bloomberg fréttaveitunnar. Þá hefur atvinnuleysi ekki verið minna síðan í mars 2009.

Kauphöll
Kauphöll
© Gísli Freyr Valdórsson (VB MYND/GFV)