DJ Asia-Pacific vísitalan hækkaði um 0,2% í dag og er þetta fyrsta hækkunin í Asíu í þrjá daga. Fjármálafyrirtæki og tæknifyrirtæki leiddu hækkanir. Japan og Ástralía hertu á aðgerðum gegn kreppunni, að því er segir í frétt Bloomberg.

Hlutabréf í Japan lækkuðu um 0,6% og í Hong Kong um 0,7%. Í Sjanghæ hækkuðu hlutabréf um 2,5%, í Ástralíu um 0,2% og í Suður-Kóreu um 1,4%.