Hlutabréfamarkaðir í Asíu hækkuðu lítillega í dag og DJ Asia-Pacific vísitalan hækkaði um 0,1%. Fjármálafyrirtæki hjálpuðu til við að lyfta mörkuðum, en velta var fremur lítil þar sem langt frí er í næstu viku, segir í frétt South China Morning Post.

HSBC bankinn hækkaði um 5,3% eftir að hafa lækkað í átta daga í röð vegna veikrar fjárhagsstöðu.

Í Tokyo hækkuðu hlutabréf um 1,9%, í Sjanghæ um 1,2% og í Hong Kong um 1,8% þegar þetta er skrifað.