Dow Jones hlutabréfavísitalan í Bandaríkjunum hækkaði um 0,4% í dag og S&P 500 hækkaði um 0,7%, en Nasdaq lækkaði um hálft prósent. Að sögn Reuters stafar hækkun tveggja fyrrnefndu vísitalnanna af bjartsýni um að nýjustu björgunaraðgerðir Seðlabanka Bandaríkjanna verði til þess að hleypa lífi í hrakandi fasteignamarkað og auka lán til neytenda. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem hlutabréf hækka í Bandaríkjunum, en mikil hækkun var bæði á föstudag og mánudag.

Nasdaq mun hins vegar hafa lækkað vegna þess að fjárfestar óttuðust að minni eftirspurn mundi veikja stöðu þeirra. Þetta gerðist eftir að Cisco Systems tilkynnti að fyrirtækið mundi loka flestum starfsstöðvum sínum í Bandaríkjunum og Kanada í fimm daga til að draga úr kostnaði.

Fyrr í dag höfðu hlutabréf í Evrópu hækkað um 1% samkvæmt Euronext 100 vísitölunni.