*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 19. mars 2015 16:42

Lítilsháttar lækkun í kauphöllinni

Heildarvelta á hlutabréfamarkaði í dag nam rúmum 950 milljónum króna og var veltan mest í viðskiptum með bréf Icelandair.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,13% í viðskiptum dagsins í dag og endaði í 1.360,47 stigum. Gengi bréfa Össurar hækkaði um 1,86%, HB Granda um 0,96%og TM um 0,65%.

Gengi bréfa Icelandair lækkaði aftur á móti um 0,91%, Eimskipafélagsins um 0,43% og Regins um 0,33%.

Heildarvelta á hlutabréfamarkaði í dag nam 952,5 milljónum króna. Mest var veltan með bréf Icelandair, eða fyrir 285,9 milljónir króna.