Hlutabréfaverð í Evrópu breyttist lítið í dag samkvæmt Dow Jones Stoxx 600 vísitölunni, eftir að hafa lækkað innan dagsins. Euronext 100 lækkaði hins vegar um 1,2%. Á heildina litið virðast hlutabréf heldur farið lækkandi í Evrópu í dag en þó ekki mikið.

FTSE 100 í Bretlandi lækkaði um 0,4%, CAC-40 í Fraklkandi lækkaði um 1,2% og DAX í Þýskalandi var óbreyttur, að því er segir í frétt WSJ. Þar segir að ekki hafi tekist að finna mikla gleði á mörkuðum þrátt fyrir 200 milljarða evra innspýtingu sem ætlað er að bægja efnahagsvandanum frá.