"Lítilsháttar samdráttur var í landsframleiðslu á þriðja og fjórða ársfjórðungi eða 0,2 til 0,3%," segir greiningardeild Kaupþings banka en Hagstofan birti í morgun árstíðaleiðréttar tölur um hagvöxt og þjóðarútgjöld.

Orsakast það af miklum sveiflum í útflutningi og fjárfestingu. Gríðarlegur halli var á vöruskiptum seinni hluta síðasta árs sem hafði neikvæð áhrif á hagvöxt.