Íslenska krónan veiktist um 0,3% í dag á móti evru eftir styrkingu síðustu fjóra viðskiptadaga. Endaði evran í 153,5 samkvæmt miðgengi seðlabankans. Evran kostaði 153,1 krónu við opnun í morgun.

Könnun Seðlabankas gagnvart markaðsaðilum var birt í morgun. Þeir voru meðal annars spurðir að því hvaða þættir þeir telja að ráði mestu um þróun verðbólgu á næstu tólf mánuðum.

Flestir nefndu gengi krónunnar eða um 70% þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar.

Hér má lesa frétt Viðskiptablaðsins um könnunina.